Jólalögin mín

Út er komin bókin „Jólalögin mín“, sem er nótnabók hugsuð fyrir hljóðfæranemendur  í grunnnámi.

Bókin inniheldur 82 jólalög í útsetningum sem miðaðar eru við getustig hljóðfæranemenda í grunnnámi, en nýtast jafnframt öllum þeim sem vilja njóta þess að spila jólalögin á aðventunni. Mikið er af íslenskum jólalögum í safninu, en einnig eru þar erlend lög sem skapað hafa sér sess í jólahaldi á Íslandi.

„Jólalögin mín“ er gefin út í yfir 15 mismunandi útgáfum fyrir mismunandi hljóðfæri, svo að tónsvið og tóntegundir henti sem best hverju hljóðfæri. Hver bók er því sjálfstæð og ganga þær ekki hver með annarri, þar sem lögin eru ekki í sömu tóntegundum í öllum bókunum.

Við hvert lag eru skrifaðir bókstafahljómar, sem eru hugsaðir fyrir meðleikara og eru því ekki tónfluttir í bókum fyrir tónflytjandi hljóðfæri (klarinett, saxófóna, trompet og horn). Hljóðfæraleikari og meðleikari leika því upp úr sömu bók.

Hraðamerkingum, styrkleikamerkjum og langflestum hendingarmerkjum var sleppt úr útsetningunum og eru þeir sem nota þessar bækur hvattir til að setja inn sínar eigin merkingar í stíl við sína túlkun.

Fyrir jólin 2013 verða fáanlegar bækur fyrir: Þverflautu, klarinett, altsaxófón, tenórsaxófón, trompet, F horn, básúnu, B og Es túbu, gítar, fiðlu og selló. Á næsta ári koma svo út bækur fyrir óbó, fagott, píanó, víólu og bassa.­­

Bækurnar fást í Tónstöðinni og hjá Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni.

Ný stjórn STS

Á nýliðnum aðalfundi Samtaka tónlistarskólastjóra var kjörin ný stjórn en tveir úr fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Frábær haustfundur STS

Haustfundur STS var í ár haldinn að Gauksmýri í Húnaþingi vestra dagana 26 til 28.september.

44. Aðalfundur STS haldinn á Gauksmýri 28. september 2013.

Formaður setti fundinn og tilnefndi fundarstjóra Helga Bragason og fundarritara Laufeyju
Ólafsdóttur.
Dagskrá fundarins:
1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.  Skýrsla stjórnar
3.  Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
4.  Kosning í stjórn og varastjórn og kosning tveggja endurskoðenda
5.  Árstilla ákveðið
6.  Lagabreytingar
7.  Önnur mál

Nýtt frumvarp til laga um tónlistarskóla

Á vef menntamálaráðuneytisins má nú kynna sér nýtt frumvarp til laga um tónlistarskóla. Þetta er mikilvægt frumvarp og gott að kynna sér vel. Slóðin er hér:

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7628

Small image