Ályktun

„Stjórn samtaka tónlistarskólastjóra lýsir yfir miklum áhyggjum vegna framkvæmdar breytinga á starfi tónlistarskóla í Fjarðabyggð. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað á aukafundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar síðastliðinn að umbylta stjórnun í öllum skólum Fjarðabyggðar og þar á meðal tónlistarskólum.

STS hefur þungar áhyggjur af því að starfsumhverfi tónlistarskólastjóra sé sett í slíkt uppnám án lögmæts samráðs við stjórnendur, kennara, foreldra og nemendur. Einnig höfum við áhyggjur af stöðu tónlistarskóla við slíkar breytingar. Stjórnendur þurfa svigrúm og tíma til að þjálfa nýja starfsmenn, sinna starfsmannamálum og sínu faglega forystuhlutverki.“

18.mars 2024

Stjórn Samtök tónlistarskólastjóra