Um STS

Samtök tónlistarskólastjóra, STS, voru stofnuð árið 1969 og hafa alla tíð síðan verið sameiginlegur vettvangur um fagleg málefni tónlistarskólanna. Samtökin hafa komið fram fyrir hönd skólanna hérlendis og erlendis og starfað með yfirvöldum menntamála að þróun og mótun tónlistarfræðslunnar í landinu.