Haustþing STS 3-5. október 2025 á Húsavík

Mynd frá hátíðarkvöldverði STS á Húsavík 2025.
Mynd frá hátíðarkvöldverði STS á Húsavík 2025.

Dagana 3-5. október var haustþing STS haldið á Húsavík.
Þátttaka var mjög góð en 40 stjórnendur tóku þátt í haustþinginu. Guðni Bragason skólastjóri tónlistarskólans á Húsavík tók vel á móti hópnum og kann stjórnin honum miklar þakkir fyrir öflugan undirbúning og gott samstarf. Fundað var á föstudegi og laugardegi og fóru fundir fóru fram í tónlistarskólanum og á Foss Hótel. Aðalfundur STS var haldinn laugardaginn 4. október.

Yfirlit yfir helstu dagskráratriði helgarinnar.

Erindi stjórnenda og umræður um málefni tónlistarskólanna

  • Aðalnámskrá og Prófanefnd tónlistarskóla. Kristín Stefánsdóttir,
    Tónlistarskóla Kópavogs og formaður Prófanefndar tónlistarskóla.
  • Samstarfsverkefni og skólaþróun. Tónmenntakennsla tónlistarskólans á Akureyri fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Una Björg Hjartardóttir.
  • Tónlistarskólinn í samfélaginu. Haraldur Árni Haraldsson, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
  • Tónfræði, fundur tónfræðikennara á landsvísu. Jóhann Morávek, Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu.
  • Opnar umræður


Fyrirlestrar og kynning

  • Kynning á úttekt ARCUR á tónlistarskólum á Íslandi. Þau Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Þröstur Sigurðsson kynntu helstu niðurstöður og tóku við spurningum og athugasemdum frá skólastjórum.
  • Fyrirlestur Dögg Stefánsdóttir, lífsþjálfi og mannauðsstjóri
    • Hvernig stjórnandi viltu vera? - Hagnýt forystuþjálfun

 

Aðalfundur samtakanna fór fram á laugardeginum 4. október. Jóhann Morávek lauk tímabili sínu í stjórn og gaf ekki kost á sér áfram. Stjórnin þakkar Jóhanni kærlega fyrir öflugt starf í þágu samtakanna undanfarin ár. Sandra Rún Jónsdóttir var kjörin í stjórn í hans stað. Í varastjórn voru endurkjörnar þær Sóley Þrastardóttir og Linda María Nielsen.

Stjórnin hefur skipt með sér verkum fyrir komandi starfsár.

Aðalstjórn STS skipa 2025-2026:

  • Aron Örn Óskarsson, formaður
  • Anna Rún Atladóttir, ritari
  • Sandra Rún Jónsdóttir, gjaldkeri

Varastjórn STS skipa:

  • Sóley Þrastardóttir
  • Linda María Nielsen
  • Jarl Sigurgeirsson