Dagana 3-5. október var haustþing STS haldið á Húsavík.
Þátttaka var mjög góð en 40 stjórnendur tóku þátt í haustþinginu. Guðni Bragason skólastjóri tónlistarskólans á Húsavík tók vel á móti hópnum og kann stjórnin honum miklar þakkir fyrir öflugan undirbúning og gott samstarf. Fundað var á föstudegi og laugardegi og fóru fundir fóru fram í tónlistarskólanum og á Foss Hótel. Aðalfundur STS var haldinn laugardaginn 4. október.
Yfirlit yfir helstu dagskráratriði helgarinnar.
Erindi stjórnenda og umræður um málefni tónlistarskólanna
Fyrirlestrar og kynning
Aðalfundur samtakanna fór fram á laugardeginum 4. október. Jóhann Morávek lauk tímabili sínu í stjórn og gaf ekki kost á sér áfram. Stjórnin þakkar Jóhanni kærlega fyrir öflugt starf í þágu samtakanna undanfarin ár. Sandra Rún Jónsdóttir var kjörin í stjórn í hans stað. Í varastjórn voru endurkjörnar þær Sóley Þrastardóttir og Linda María Nielsen.
Stjórnin hefur skipt með sér verkum fyrir komandi starfsár.
Aðalstjórn STS skipa 2025-2026:
Varastjórn STS skipa: