Konsert tónleikar Nótunnar og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna fóru fram 30. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar. Að þessu sinni tóku 14 nemendur þátt frá skólum víðsvegar um landið. Oliver Kentish hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna hlustaði á flytjendur fyrir hönd sveitarinnar.
Eftirtöldum nemendum (raðað í stafrófsröð) er boðið að koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna laugardaginn 29. nóvember 2025 í Seltjarnarneskirkju:
• Ami-Rebeca Drăgoi, fiðla. V. Monti: Czardas
– Allegro Suzuki Tónlistarskóli
• Sveindís Eir Steinunnardóttir, fiðla. E. Lalo: Symphonie Espagnole, 1. kafli
- Menntaskóli í Tónlist
• Særún Luna Solimene, fiðla. 3. þáttur í Fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn
- Tónskóli Sigursveins
• Vega Magdalen Lövdahl, þverflauta. Mozart flautukonsert í G dúr, 1. Kafli (K.313)
- Menntaskóli í Tónlist